top of page

Fjórtándi áfanginn - Umbrot

Þessi áfangi var eins og hreyfigrafík í svolitlu uppáhaldi hjá mér þar sem hann kemur inn á áhugasviðið mitt.


Í þessum áfanga fengum við aftur mjög frjálsar hendur og áttum að nota forritið Indesign til að setja upp bók eða bækling að eigin vali.



Ég valdi að myndskreyta barnabók og valdi þá ævintýri sem kallast Himinbjargarsaga. Þetta ævintýri hafði ég ekki heyrt áður en mér fannst það skemmtilegt og með mjög skemmtileg gildi sem oft eru nokkuð sjaldséð í ævintýrum.



Fyrir áhugasama þá má finna þetta ævintýri og svo mörg önnur hér. Þau eru öllum frjáls að nýta og falla ekki undir neinn höfundarétt.


Ævintýrið fjallar um Sigurð kóngsson og segir frá þeim ævintýrum sem hann var gabbaður út í þar sem hann þarf að bjarga kóngsdóttur til að öðlast sjálfur hugarró. Með hjálp góðrar nornar þarf hann að vinna þrautir sem ein ferleg skessa leggur fyrir hann, en skessan er konungsdóttirin sjálf í álögum.



Ég hélt að sagan væri þægilega stutt en þegar ég hafði fundið rétta letrið, leturstærðina, sniðið á blaðsíðunum og blaðsíðustærðina taldi sagan öll 48 bls. Það er töluvert.


Mér finnst skemmtilegt að vinna með opnur en ekki bara blaðsíður. Þar spilar inn í sjarminn af útprentuðu efni. Mér finnst gaman að vinna með heilar opnur ef hægt er og brjóta þannig upp myndflæðið með textanum.



Ég hef áður unnið með Indesign og hafði einhverja reynslu fyrir svo verkefnið gekk mjög vel en aftur eins og í áfanganum áður náði tíminn í skottið á mér og nokkrar opnur voru ókláraðar.


Þú getur prófað að fletta bókinni hér.


Mér finnst ég sitja uppi með mikið meiri færni og æfingu í forritinu, betri skipulagshugsun fyrir svona verkefni og betri skilning á því hvernig svona verkefni vinnast í samræmi við prentun eða annars konar útgáfu.


Komentáře


bottom of page