Fyrsti áfanginn - Grunnnámskeið í Adobe Illustrator
Nú er fyrsta áfanganum lokið í Myndlitstaskólanum á Akureyri.
Fyrsti áfanginn var grunnáfangi í Adobe Illustrator þar sem við lærðum áforritið og öll helstu verkfærin sem það forrit býður upp á.
Hér eru nokkur fullkláruð verkefni úr þessum áfanga:
Hér eru nokkrar myndir sem ég gerði þegar við vorum að æfa okkur í að "treisa". Við tókum ljósmyndir og tókum þær í gegn, notuðum form og línur til að endurskapa myndirnar.
Við notuðum tæknina sem við lærðum úr fyrri æfingum til að gera sjálfsmynd af okkur sjálfum. Það getur verið mjög óþægilegt að teikna sjálfan sig í svona forriti en það er góð æfing. Það þarf að velja hvaða áherslur skipta máli í ljósmyndinni og hverjar ekki svo að útkoman verði sem best.
Við teiknuðum upp útskýringamynd eða leiðbeiningar að einhverju einföldu verkefni. Dæmi um svona grafíska vinnu eru t.d. leiðbeiningar um sóttvarnarreglurnar í ár, Legó leiðbeiningar og húsgagnaleiðbeiningarnar frá IKEA.
Við gerðum textaplagat til að læra betur hvernig ætti að móta texta og vinna með leturgerðir.
Við hönnuðum forsíðu á bæði tímarit og bókakápu.
Við hönnuðum nafnspjald fyrir kaffi fyrirtæki. Hönnuðum lógóið og völdum mikilvægar upplýsingar til að setja á spjaldið. Það er svolítil kúnst að ná að velja rétt letur og raða því upp á svona lítinn flöt svo allt sé auðskiljanlegt.
Að lokum hönnuðum við auglýsingu þar sem áherslan var aftur lögð á að skapa grípandi myndefni og skýr textaskilaboð.
Við hvert einasta verkefni lenti maður á nýjum hindrunum sem þurfti að læra betur og skilja eða vinna á og ég fann fyrir framför við hvert einasta verk. Mér finnst ég hafa grætt helling á þessu námskeiði.
Mér finnst ég hafa náð ágætis tökum á Adobe Illustrator eftir þessar fjórar vikur og mér finnst ég geta unnið verkefni í forritinu.
Comments