top of page

Sjötti áfanginn - Teikning

Í þessum seinni teikniáfanga ársins héldum við áfram að einbeita okkur að auganu og færni í teikningu, með uppstillingum og öðrum góðum æfingum.


Þá áttum við að vinna að verkefni sem við réðum sjálfar svo lengi sem teikning væri notuð við það verkefni.



Ég ákvað að fara svolítið aðrar leiðir með því að taka teikninguna af blaðinu og færa hana í tölvu og losna við allt sem hægt væri að kalla náttúrulega áferð.


Innan skamms var ég komin með hugmynd að verkefni sem ég vildi vinna úr. Ég ákvað að búa til myndir af nokkrum konum í íslenskum lopapeysum, en konurnar vildi ég hafa allar mjög ólíkar, ættaðar hvaðan æfa að úr heiminum og í ólíkum lopapeysum. Áherslan í teikningunni var aðallega við uppspuna lopapeysumunstranna og misjafnra andlitsdrátta allra þessarra ólíku kvenna.


Hér er lýsingin á verkinu:

“Í þessu verkefni langaði mig að gefa öllum íslenskum konum pláss og brjóta upp útlits staðalímyndina af hinni klassísku “íslensku konu”. Í dag passa margar íslenskar konur ekki við þessa ímynd af ljóshærðu, bláeygðu konunni í lopapeysunni en við eigum allar rétt á að finna fyrir stolti af þjóðerni okkar og tilheyra okkar þjóð í okkar líkama án allra fordóma á okkar eigin forsendum.”


Verkin urðu alls níu talsins og eru auðvitað bara brot af þeirri litríku flóru sem íslenska kvennþjóðin hefur upp á að bjóða.



Þegar áfanginn var kominn vel af stað fengum við allt í einu óvænt boð frá Mjólkurbúðinni hér á Akureyri. Það sem pláss hafði losnað hjá þeim í sýningarsal buðu þau okkur að koma og sýna verkin okkar úr þessum áfanga.


Þá tók verkið aðeins markvissari stefnu þar sem myndirnar þurftu allar að passa vel saman og komast á prent.





Það var mikill lærdómur fólginn í því að ná að vinna myndirnar rétt svo þær yrðu sem prentvænastar og finna svo út úr prentara, bleki og réttum pappír til að prenta á.


Það var líka mjög góð æfing að setja upp þessa sýningu saman og raða öllu sem best upp í sýningarríminu og mér finnst það hafa komið afskaplega vel út.



Við lærðum töluvert meira í þessum áfanga heldur en bara teikningu og mér finnst ég hafa grætt alveg helling á þessari óvæntu sýningu.


Myndirnar allar sem ég prentaði út fyrir sýninguna hef ég ákveðið að selja og hér er hægt að finna þær.



Commentaires


bottom of page