top of page

Tuttugasti og fyrsti áfanginn - Sjálfsmarkaðssetning

Í fyrsta áfanga síðustu annar námsins fórum við í mjög praktískan áfanga þar sem við lærðum að markaðssetja okkur sjálf sem grafíska hönnuði/listamenn. Þar sem ég er nú þegar með lógó, samfélagsmiðla og fleira ákvað ég að endurhanna netsíðuna mína, þessa sem þú ert að lesa af núna, og ég bjó til lokaða ferilmöppu sem ég gæti sennt á vinnuveitendur eða á skóla sem mig langar til að sækja um.


Vefsíðan mín er mikið hugsuð sem opin ferilmappa þar sem ég get sýnt og útskýrt verk og verkefni sem allir geta skoðað.


Líklega mun netsíðan mín breytast aftur einhvern daginn en til að fólk geti þá gert sér grein fyrir útliti hennar núna fylgja hér með nokkrar myndir.



Lokaða ferilmappan er hugsuð á mikið persónulegri hátt, þar sem ég get sýnt fleiri verk. Sumir viðskiptavinir mínir eru að biðja um mjög persónulega þjónustu eða gjafir og vilja ekki að hver sem er hafi aðgang að því, en þeir hafa gefið mér leyfi til að sýna verkin sem ég vann fyrir þá í lokaðri ferilmöppu. - Ég spyr alltaf þegar kemur að svona persónulegum verkefnum þar sem efnið er ekki gefið út.


Lokaða ferilmappan er unnin með prentvænar lausnir í huga en hana væri líka hægt að skoða á stafrænu formi t.d. í PDF skjali. Eins og ég sagði er ýmislegt í henni sem ekki hver sem er má hafa aðgang að en hér eru nokkrar síður sem gefa einhverja hugmynd um útlit hennar.



Ég notaði sömu hönnunarreglur bæði fyrir vefsíðuna og ferilmöppuna svo þær líta mjög svipað út og gefa heildræna hugmynd um mig sem hönnuð/listamann.


Comentarios


bottom of page